Forsíða Lífið Þau taka ljósmyndir til að láta fjarsambandið virka – og blanda þeim...

Þau taka ljósmyndir til að láta fjarsambandið virka – og blanda þeim svo saman! – MYNDIR

Það getur verið erfitt að vera í fjarsambandi og til eru þeir sem vilja jafnvel ganga svo langt að segja það ómögulegt.

Það er að sjálfsögðu auka vinna og fólk verður að leggja örlítið meira á sig.

Kóreskt par hefur farið virkilega skemmtilega leið í að halda lífi í sambandinu en Danbi Shin býr í New York en Seok Li í Seúl þannig að það er 14 klukkustunda tímamunur hjá þeim.

Þau taka myndir af sér að gera sömu hlutina og smella þeim síðan svona skemmtilega saman.

Hér er dæmi um fólk sem er tilbúið að leggja margt á sig til að halda lífi í sambandinu!