Forsíða Hugur og Heilsa Þau 5 atriði sem fólk sér MEST eftir á dánarbeði sínu!

Þau 5 atriði sem fólk sér MEST eftir á dánarbeði sínu!

Bronnie Ware vann sem hjúkrunarfræðingur á líknardeild og fylgdist með mikið af fólki eiga sínar síðustu vikur á jörðinni.

Fyrir vikið fékk hún innsýn í það sem fólk sá mest eftir að hafa ekki gert – og þar var hvergi minnst á teygjustökk eða meira kynlíf.

Hér eru þeir fimm hlutir sem fólk sá mest eftir:

1. Ég vildi að ég hefði haft hugrekki til að vera sannari mér sjálfum – að ég hefði ekki lifað lífinu sem aðrir bjuggust við

„Þetta var algengasta eftirsjáin. Þegar fólk sá að ekkert var eftir – og þetta var allt sem lífið yrði – þá voru margir draumar sem lágu í valnum.“

2. Ég vildi að ég hefði ekki unnið svona mikið

„Þetta kom frá öllum karlkynssjúklingunum sem ég hjúkraði. Þeir söknuðu æsku barna sinna og félagskap maka.

Konur töluðum um þetta líka – en þar sem þær voru af eldri kynslóðum voru þær almennt ekki svo mikið úti á vinnumarkaðnum“

3. Ég vildi óska að ég hefði haft hugrekki til að tjá tilfinningar mínar

„Margir bældu tilfinningar sínar til að halda friðinn við aðra. Þetta leiddi til þess að þau lifðu lífi þar sem þau gátu aldrei tjáð sig til fullnustu.

Sumir þróuðu meira að segja með sér veikindi sökum gremju og biturðar.“

4. Ég vildi að ég hefði haldið sambandi við vini mína

„Margir áttuðu sig ekki til fulls á gildi gömlu vina sinna fyrr en undir lokin. Þau voru svo uppteknir við líf sitt að þau létu gullna vináttu líða þeim úr höndum.

Allir söknuðu vina sinna á dánarbeðinu.“

5. Ég sé eftir að hafa ekki leyft mér að vera hamingjusamari

„Það kom mér á óvart hvað þessi var algeng.

Margir áttuðu sig ekki á – þar til undir lokin – að hamingja væri val.

Fólk var fast í viðjum vanans. Ótti við breytingar lét þau þykjast vera ánægð, þegar djúpt inni, þá langaði þeim bara til að hlæja eins og vitleysingar og láta eins og kjánar.“

 

Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur öll að íhuga þessi atriði – og tryggja að þetta verði ekki á okkar lista þegar þar að kemur.