Forsíða Lífið Það var NÓG að gera hjá lögreglunni um Hvítasunnuna – Þetta var...

Það var NÓG að gera hjá lögreglunni um Hvítasunnuna – Þetta var í dagbók varðstjórans!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skrifaði þessa færslu á Facebook á Hvítasunnudag eftir að hafa séð hvað það var mikið að gera um nóttina.

Þessar færslur voru í dagbók varðstjórans þegar dagvaktin mætti í vinnuna:

Það er oft í mörg horn að líta hjá lögreglunni, en þegar kíkt var í dagbók varðstjórans á sjöunda tímanum í morgun mátti m.a. lesa þetta um verkefnin í nótt og gærkvöld:

Stöð 1 Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes

17:05 Bifreið stöðvuð í hverfi 104. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Farþegi í bifreiðinni er grunaður um vörslu fíkniefna.

19:00 Tilkynnt um þjófnað á garðhúsgögnum úr hverfi 101.

19:48 Bifreið stöðvuð í hverfi 108 þar sem ökumaðurinn var að nota farsíma án þess að hafa handfrjálsan búnað. Ökumaðurinn reyndist einnig vera réttindalaus þar sem ökuréttindin höfðu ekki verið endurnýjuð.

20:56 Hverfi 107. Fullorðinn maður kemur úr verslun með tvo burðarpoka og stelur reiðhjóli af unglingi og hjólar á brott. Maðurinn fannst ekki.

20:52 Bifreið stöðvuð í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna

21:23 Hverfi 101. Afskipti höfð af ofurölvi konu þar sem hún var til vandræða við Austurvöll. Konan var handtekin og vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

00:23 Bifreið stöðvuð í hverfi 107. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

01:59 Hverfi 101. Afskipti höfð af manni þar sem hann var að kasta af sér þvagi á tröppur Stjórnaráðsins. Maðurinn verður kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.

03:06 Bifreið stöðvuð í hverfi 107. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Lögregla þurfti að loka 3 vínveitingahúsum í Miðborginni sem höfðu ekki lokað á réttum tíma þ.e. kl. 03:00.

Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes

21:31 Bifreið stöðvuð í Hafnarfirði 220. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda þ.e. sviptur ökuréttindum.

03:29 Bifreið stöðvuð í Hafnarfirði 220. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Stöð 3 Kópavogur og Breiðholt.

23:02 Bifreið stöðvuð í Breiðholti 111. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

00:59 Kópavogur 200. Tilkynnt um menn vera að slást með rörum. Einn maður handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu og einn fluttur til aðhlynningar á slysadeild, ekki vitað um meiðsl.

02:45 Bifreið stöðvuð í hverfi 109. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi.

Stöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árær.

21:07 Afskipti af unglingapartý í hverfi 110. Afgreitt með aðkomu foreldra.

02:00 Bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

03:00 Bifreið stöðvuð á Vesturlandsvegi við hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn neitaði töku blóðsýnis og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

03:29 Bifreið stöðvuð við Gullinbrú 112. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

02:45 – 03:30 Umferðarpóstur við Gullinbrú þar sem stöðvuð voru 80 ökutæki. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur og einn ökumaður reyndist vera án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi.

Töluvert tilkynnt um partýhávaða frá heimahúsum þar sem lögregla þurfti oft ítrekað að fara og biðja húsráðendur að lækka hávaða.

Fólk hafði nóg að segja í ummælunum fyrir neðan færsluna um þann fjölda sem keyrir undir áhrifum og/eða réttindalaus, sem er heldur betur skiljanlegt miðað við aðstæður.

En við hjá menn.is erum hvað mest sammála ummælunum hans Jóns Þórs.