Forsíða Hugur og Heilsa Það sem þú vissir EKKI um skegg …

Það sem þú vissir EKKI um skegg …

Tumblr

Ef þú ert týpan sem kann að meta karlmenn með svolítið af karlmannlegum hárum – Á bringunni eða andlitinu til dæmis – Þá erum við með vondar fréttir fyrir þig: Þetta fallega og þykka skegg gæti verið eitt STÓRT bakteríuhreiður.

Þetta var fyrst rannsakað árið 1960 af Bandaríska hernum.

Þar komst prófessorinn, Manuel Barbeito að því að bakteríur dreifa sér auðveldlega á klæðnaði eða skóm og vildi komast að því hvort það sama ætti við um skegg.

Hann komst að því að jafnvel þótt menn þvægju hár sitt og skegg reglulega þá gátu bakteríurnar haldið sér nokkuð auðveldlega í hárrótinni.

Í dag eru ekki allir vísindamenn sammála um mögulegan skaða vegna baktería í andlitshárum.

Menn eru sammála um að skegg til dæmis getur virkað sem eitt stórt bakteríuhreiður þar sem yfir 20 þúsund bakteríur er að finna.

En eins illa og það hljómar þá á það sama við um húðina okkar svo flestir eru sammála um að þessar bakteríur auki ekki líkur á vírusum eða smitum.

En enn aðrir segja að bakteríur úr mat, drykk og öðru sem finnst í kringum okkur geti sest að í skeggi og smitast í gegnum kossa eða náin samskipti.

Það skiptir kannski ekki máli hvor kenningin er rétt, en tilhugsunin um að kyssa mann með stórt og mikið skegg er svolítið öðruvísi núna …

Og allt í einu er lumbersexual tískan ekkert sérstaklega sexý.