Forsíða Bílar og græjur Það kviknaði í bíl með tveim farþegum rétt hjá Vík í Mýrdal...

Það kviknaði í bíl með tveim farþegum rétt hjá Vík í Mýrdal – ,,Bifreiðin varð fljótt alelda og er hún gjörónýt“

Lögreglan á Suðurlandi sagði frá því í Facebook færslunni hér fyrir neðan að það hefði kviknað í bíl með tveim farþegum rétt hjá Vík í Mýrdal. 

Bifreiðin gjöreyðilagðist í brunanum, en sem betur fer þá sluppu báðir farþegarnir ómeiddir. 

Það er svakalegt að sjá bílinn!


Lögregla og slökkvilið fengu tilkynningu laust fyrir klukkan 03:00 í nótt um eld í fólksbifreið á þjóðvegi 1 skammt austan við Vík í Mýrdal. Bifreiðin varð fljótt alelda og er hún gjörónýt.

Tveir voru í bifreiðinni er eldurinn kom upp, ökumaður og farþegi og sluppu þeir báðir ómeiddir.