Forsíða Afþreying Það er búið að breyta einu af húsunum sem Pablo Escobar átti...

Það er búið að breyta einu af húsunum sem Pablo Escobar átti í HÓTEL! – Værir þú til í að gista þarna?

Pablo Escobar er frægasti eiturlyfjasali allra tíma. Hann flutti kókaín frá Kólumbíu til Bandaríkjana og var á tímabili einn af fimm ríkustu mönnum heims.

Myndaniðurstaða fyrir pablo escobar

Pablo átti hús út um allt og það voru engin venjuleg hús. Þetta voru allt risastór hús með sundlaug og fleiru. Lio Malca er milljónamæringur frá New York. Hann rakst á hús í Mexíkó sem að Pablo átti og Lio var ekki lengi að kaupa það.

Nú er hann búinn að gera 35 herbergja hótel og þar kostar nóttin um 52 þúsund krónur.

Pablo Escobar's old home

„Ég ætlaði ekki að trúa því að það væri ennþá hægt að kaupa eitthvað af eignum Escobar. Þegar ég sá þetta var ég alls ekki lengi að kaupa húsið því ég vissi nákvæmlega hvað mig langaði að gera. Fólk getur komið hingað, setið við sundlaugina og látið eins og það sé eiturlyfjakóngar“ – Lio

Pablo Escobar's old home

Pablo Escobar's old home