Forsíða Afþreying Tekjuhæsti YouTuber HEIMS er 8 ára strákur – Með 2,7 milljarða króna...

Tekjuhæsti YouTuber HEIMS er 8 ára strákur – Með 2,7 milljarða króna í laun á síðasta ári! – MYNDIR

Hvað varst þú að gera þegar þú varst 8 ára? Fíflast með leikföng, éta ís og vera fyndinn og pirrandi til skiptis?

Ryan gerir nákvæmlega það sama, en á síðastliðnu ári þá hefur hann fengið 2,7 milljarða króna í laun fyrir það.

Ryan er nefnilega tekjuhæsti YouTuber í heimi.

Á rásinni hans getur þú séð hann opna leikfangakassa og gefa þeim einkunnir, sem þykir kannski ekki spennandi fyrir fullorðna en greinilega nógu spennandi fyrir krakka og auglýsendur – sem saman gerðu þennan dreng forríkan á 8 ára aldri.

Rásin hans er með 17 milljón áskrifendur og samtals eru öll myndböndin hans með 26 milljarða (26.000.000.000) áhorfa.

Sem dæmi um vinsældir hans og til að sýna ykkur drenginn að verki, þá er myndbandið hér fyrir neðan með 935 milljón áhorf.

Þegar NBC spurði Ryan af hverju hann héldi að hann væri svona vinsæll þá svaraði drengurinn: „Because I’m entertaining and I’m funny.“

Ætli maður þurfi ekki að minnsta kosti að hafa sjálfsöryggi þegar maður ætlar sér að ná svona árangri.

Ef að við hefðum reynt að útskýra þetta viðskiptamódel fyrir einhverjum fyrir 100 árum síðan þá hefðu þetta verið viðbrögðin…

…sérstaklega þar sem margt fólk bregst ennþá svona við.

Hérna er svo topp tíu listinn yfir tekjuhæstu YouTubera í heimi, svona til samanburðar:

10. Logan Paul – $14.5 milljón dollarar
9. PewDiePie – $15.5 milljón dollarar
8. Jacksepticeye – $16 milljón dollarar
7. Evan Fong – $17 milljón dollarar
6. Markiplier – $17.5 milljón dollarar
5. Jeffree Star – $18 milljón dollarar
4. Daniel Middleton – $18.5 milljón dollarar
3. Dude Perfect – $20 milljón dollarar
2. Jake Paul – $21.5 milljón dollarar
1. Ryan ToysReview – $22 milljón dollarar (2,7 milljarðar íslenskra króna)