Þau eru kannski ekki lengur að leika í Friends (þó svo að við vildum það svo heitt) og mörg þeirra hafa ekki beinlínis átt besta feril í heimi eftir Friends – En við megum ekki gleyma því að þau eru öll milljónamæringar!
Jennifer Aniston sem Rachel Green


Jennifer Aniston hefur líklega átt skærasta ferilinn eftir Friends. Hún fékk hlutverk í nokkrum stórum Hollywood myndum eins og Rumor Has It …, Marley and Me, He’s Just Not That Into You og fleirum! Nýlega er hún líka byrjuð að leika í ‘aaaðeins’ alvarlegri myndum og sumir segja að hún sé með augun á Óskarsverðlaunum.
Matthew Perry sem Chandler Bing


Örlítil undirhaka – Annars hefur Matthew Perry ekki breyst neitt! Hann fékk aðalhlutverk í nokkrum þáttum eftir Friends en þeir lifðu ekki lengi. Hann er nýlega aftur byrjaður að leika í þáttum, nú í The Odd Couple.
Courteney Cox sem Monica Geller


Cox hefur verið frekar áberandi eftir Friends. Hún hefur komið fram í þáttum eins og Scrubs, Dirt, Go On og Web Therapy. Nú síðast fór hún með aðalhlutverk í þáttunum Cougar Town.
David Schwimmer sem Ross Geller


Fyrir utan það að hafa talað fyrir gíraffan í Madagascar myndunum þá hefur David Schwimmer eytt meiri tíma fyrir aftan myndavélina en fyrir framan hana eftir Friends. Hann hefur því bæði verið að leika í leikritum og leikstýrt.
Lisa Kudrow sem Phoebe Buffay


Eftir Friends tók Lisa Kudrow að sér aðalhlutverk í þættinum Web Therapy en vinir hennar Matt Le Blanc og David Schwimmer áttu líka hlutverk í þáttunum. Hún hefur einnig komið fram í nokkrum stórum Hollywood myndum.
Matt LeBlanc sem Joey Tribbiani


Uppáhalds grínisti allra í Friends hélt áfram með Friends ævintýrið aðeins lengur en félagar sínir og var með sína eigin þætti sem hétu einfaldlega Joey. Þeir entust þó ekki lengur en í tvær þáttaraðir. Í dag leikur Matt LeBlanc skáldlega útgáfu af sjálfum sér í BBC þáttunum Episodes.