„Allt mitt líf hef ég hatað að vakna snemma. Ég er einfaldlega ekki góð í því. Þess vegna gerði ég allt sem ég gat til þess að forðast það. Svefnvenjur mínar gerðu mér erfitt fyrir í vinnu, ég mætti oft seint og það kostaði mig næstum því skólagönguna!

Og sama hvað ég gerði, hvort ég leitaði hjálpar eða prófaði lyf – Þá var líkt og lífsklukkan mín væri með óbreytilegri stillingu og ætlaðist til þess að ég færi að sofa klukkan 3 á nóttunni og svæfi til 12 á hádegi.

Ég hélt að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að sætta mig við það sem eftir er. Að ég væri þessi svokallaða „B týpa“.

Pistlahöfundurinn Chelsea Fagan skrifar pistla og greinar fyrir vefsíður og heilsutímarit um allan heim. Hún skrifaði þennan pistil sem birtist á vefsíðunni Distractify.com.

Þrátt fyrir að ég hafði trúað því allt mitt líf að ég væri dæmd til þess að sofa til hádegis, þá hætti ég að vera „B týpa“ í síðasta mánuði. Síðan um það bil 10 janúar 2015 hef ég verið morgunmanneskja.

Ég vinn heima hjá mér og sama hvað það væri auðvelt að sofa út þá hef ég ekki sofið lengur en til 10.30 í meira en mánuð og oftast vakna ég á milli 8 og 9 – Og ég nota aldrei vekjaraklukku.

Svona fór ég að því að verða morgunmanneskja á aðeins tveimur vikum.

1. Ég byrjaði með forskoti

2. Ég hélt áfengisdrykkju í lágmarki

3. Ég hafði gluggatjöldin dregin frá, alltaf.

4. Ég losaði mig við „blá ljós“.

5. Ég lét ekki neitt trufla svefninn minn.