Forsíða Umfjallanir Svona bíl hefur þú ekki séð áður! – Citroen C4 Cactus –...

Svona bíl hefur þú ekki séð áður! – Citroen C4 Cactus – Myndir

shine

Heimurinn tekur breytingum og væntingar neytenda breytast jafnvel enn hraðar. En hvað með bílana sjálfa?

Bíleigendur fá meira af öllu sem skiptir máli

Citroën vildi bregðast við þessari spurningu með frumlegum hætti. Markmiðið var að færa viðskiptavinum fyrirtækisins meira af því sem skiptir raunverulegu máli með því að nota tækninýjungar og snjalla valkosti til að tryggja fallega hönnun og þægindi í notendavænum og hagkvæmum bíl.

C4 Cactus snýr öllum viðmiðum á hvolf því hann er samsettur á alveg nýjan hátt en á sama tíma fyllilega trúr rótgróinni samsetningu Citroën og Technologie undirvagninum.

Citroën C4 Cactus er bíll sem svarar spurningum morgundagsins með nýjum hugmyndum fyrir nýjan heim,“ segir á heimasíðu Citroen á Íslandi um þennan nýja bíl.

Nýjustu kynslóðir bílvéla tryggja litla eldsneytisnotkun

Citroën C4 Cactus er búinn allra nýjustu og sparneytnustu gerðum bílvéla. Þessar nútímalegu og skilvirku vélar eru einstaklega kraftmiklar og þær standast nú þegar framtíðarviðmið Evrópusambandsins.

Eyðsla C4 Cactus fer því allt niður í 3,4 lítra á hverja 100 kílómetra.

Hægt er að setja Citroen Cactus saman á 21 mismunandi hátt og kostar hann frá 2.690.000 kr.

Sjáðu meira á heimasíðu Citroen.is

Miðja