Forsíða Hugur og Heilsa Svaf hjá 300 manns og þarf að fá 5 fullnægingar á dag...

Svaf hjá 300 manns og þarf að fá 5 fullnægingar á dag – Nessa opnar sig um kynlífsfíknina

Hin breska Nessa Jay steig fram í kastljósið sökum kynlífsfíknar sem hún glímir við. Vandinn hófst þegar hún var 16 ára gömul og hefur leitt til þess að hún hefur sofið hjá meira en 300 manns.

„Ég kannski hitti bara fólk úti í búð – og um leið og ég vissi að ég gat treyst þeim þá fór ég með þeim heim.“

Nessa hefur sofið hjá bæði körlum og konum – og líka stundað threesome. Þörfin er mjög knýjandi og hefur líkamleg og andleg áhrif á hana:

„Ég verð sveitt í lófunum, gröm og reið ef ég fæ ekki allavega 5 fullnægingar á dag.“

Nessa svaf alla jafna hjá 30 manns á mánuði, en núna á hún kærasta og er í meðferð til að reyna að hafa meiri stjórn á vandanum – enda hefur fíknin kostað hana tíma, heilsu og bresti á vinskap.

„Líf mitt er að öðru leyti mjög eðlilegt – ég hitti vini, á mín áhugamál og geri hvað sem ég vil. Ég hef ekki beint trú á kynlífsfíkn þótt ég hafi meiri löngun til að stunda kynlíf en aðrir. Ég stunda kynlíf af ábyrgð og er mjög meðvituð um það. Þannig er ég sú sem ég er – og ég vil ekki breyta því.“