Forsíða Íþróttir Sunna snýr aftur í búrið eftir tveggja ára fjarveru – Og líkurnar...

Sunna snýr aftur í búrið eftir tveggja ára fjarveru – Og líkurnar eru með henni skv. Betsson!

Sunna Rannveig Davíðsdóttir eða Sunna Tsunami eins og hún er betur þekkt – mun keppa í Invicta á Phoenix Rises mótinu – í kvöld föstudagskvöld. Þetta er 12 manna mót – og mun sigurvegari þess – verða nýr meistari í strávigtardeild.

Sunna steig á vigtina í gær og stóðst hana – en hún vegur 52,6 kíló.

Mótherji Sunnu er Kailin Curran – sú er með 4 sigra – og  6 töp – en Sunna sem barðist síðast fyrir tveimur árum í Invicta – er með 3 bardaga á bakinu og unnið þá alla.

Skv. Betsson þykir Sunna mikið mun líklegri til að sigra bardagann með 1,36 í stuðul á móti 2,95 hjá Kailin. Það er hægt að sjá nánar HÉR!

Hér að neðan má sjá myndband úr vigtuninni – þar sem vel fór á með stöllunum.