Forsíða Umfjallanir Sumac Grill + Drink fagnaði eins árs afmæli! – Hefur þú prófað...

Sumac Grill + Drink fagnaði eins árs afmæli! – Hefur þú prófað að smakka?

Veitingahúsið Sumac + Grill á Laugavegi fagnaði eins árs afmæli sínu núna í október. Með fràbæru afmælis tilboði á “Meze“ veislu og glasi af Lamberti Prosecco. Og Þráinn eigandi braut flösku með viðeigandi látum.


Líkt og sjá má á myndinni fyrir neðan var rýminu gjörbreytt til að opna þennan glæsilega stað!

Eldhúsið á Sumac er leitt af Þráni Frey Vigfússyni og Hafsteini Ólafssyni – kokki ársins 2017 – sem hafa skapað íslenskan stað með áhrifum frá Norður-Afríku til Líbanon.

Á Sumac Grill + Drinks er íslenskt gæða hráefni blandað saman við framandi krydd – með áhrifum frá Líbanon og Marokkó.  Matseðillinn býður upp á matarupplifun sem á enga sína líka hér á landi.
Þess má geta að það er happy hour frá 16.00-18.00 alla daga á Sumac.