Forsíða Hugur og Heilsa Stysta GREINDARVÍSITÖLUPRÓF í heimi – Einungis 17% háskólanema við Havard og Yale...

Stysta GREINDARVÍSITÖLUPRÓF í heimi – Einungis 17% háskólanema við Havard og Yale gátu leyst þessar gátur!

CRT greindarvísitöluprófið (Cognitive Reflection Test) er stysta greindarvísitöluprófið í heiminum. Það mælir hversu vel okkur tekst að hunsa innsæi okkar og hugsa aðeins hægar og rökréttara.

Það þýðir ekki að hraði skiptir ekki máli – auðvitað ertu gáfaðari þeim mun hraðar sem þú nærð að svara þessum spurningum rétt.

Spurningarnar eru ekki jafn einfaldar og þær líta út fyrir að vera. Meira að segja nemendur í heimsins bestu háskólum í heiminum, þar á meðal Harvard og Yale, klúðruðu prófinu – einungis 17% náðu öllum rétt.

Svo hversu gáfuð/gáfaður ertu?

Hérna er greindarvísitöluprófið:

1. Kylfa og bolti kosta samtals 110 krónur. Kylfan kostar 100 krónum meira en boltinn. Hversu mikið kostar boltinn?

2. Ef það tekur 5 vélar 5 mínútur að búa til 5 hluti, hversu langan tíma myndi það taka 100 vélar að búa til 100 hluti?

3. Við risastórt vatn þá er hópur af vatnaliljum. Hópurinn tvöfaldast í stærð á hverjum degi. Ef það tekur 48 daga fyrir vatnaliljurnar að þekja allt vatnið, hversu langan tíma myndi það taka fyrir vatnaliljurnar að þekja helminginn af vatninu?

 

 

 

 

Svörin eru hérna fyrir neðan – neðarlega svo þú sjáir þau ekki þegar þú ert að svara gátunum.

 

 

 

 

 

Svörin:

1. 5 krónur – Það eru góðar líkur á því að þú svaraðir 10 krónur. En svarið er í raun aðeins minna, 5 krónu bolti plús kylfa sem kostar 105 krónur mun kosta þig 110 krónur. Og, auðvitað, þá eru 105 krónur akkúrat 100 krónum dýrari en 5 krónur. (Rannsókn í Princeton komst að því að fólk sem svaraði 10 krónur voru „töluvert“ óþolinmóðari en fólk sem svaraði rétt.)

2. 5 mínútur – Það fyrsta sem þér datt í hug var líklegast 100 mínútur. Sem betur fer, þá myndi það ekki taka svo langan tíma. Í spurningunni þá sjáum við að það tekur akkúrat 5 mínútur fyrir 1 vél að búa til 1 hlut. Þess vegna, myndi það bara taka 5 mínútur að búa til 100 hluti með 100 vélum.

3. 47 daga – Þú giskaðir mögulega 24 daga. Það virðist rökrétt í fyrstu að helminga fjölda dagana því þú ert að helminga stærðina á vatnalilju hópnum. En ef að vatnalilju hópurinn tvöfaldast á hverjum degi, þá myndi það bara taka einn dag fyrir vatnaliljurnar að fara frá því að þekja helminginn af vatninu yfir í að þekja allt vatnið. Taktu einn dag í burtu frá 48 dögum og þá eru eftir 47 dagar.

Miðja