Forsíða Húmor Struku af ELLIHEIMILI til að fara á þungarokkshátíðina Wacken – Erfitt að...

Struku af ELLIHEIMILI til að fara á þungarokkshátíðina Wacken – Erfitt að ná þeim aftur heim!

Tveir félagar á elliheimili í Þýskalandi struku til að komast á þungarokkshátíðina Wacken Open Air. Elliheimilið hringdi á lögregluna til að tilkynna málið.

Snillingarnir tveir fundust klukkan þrjú um nóttina, ringlaðir og dasaðir eftir skemmtunina, og voru sko ekki tilbúnir að fara heim.

Með hjálp lögreglubíls og leigubíls tókst að koma þeim aftur á elliheimilið.

Skil þetta náttúrulega ekki – mennirnir áttu auðvitað að fá að djamma alla hátíðina, út í eitt. Og ef þeir kæmu ekki tilbaka, þá væri allavegana öruggt að þeir hefðu dáið hamingjusamir.

Sammála?

Miðja