Forsíða Lífið Strætóbílstjórinn kom til varnar þegar Helga og systir hennar voru áreittar í...

Strætóbílstjórinn kom til varnar þegar Helga og systir hennar voru áreittar í strætó

Helga María fór með systur sinni Bryndísi Guðmundsdóttur í strætó – en urðu fyrir áreiti frá tveimur karlmönnum á leiðinni. Hún lýsti þessari reynslu á Facebook-síðu sinni – og vildi koma þökkum til strætóbílstjórans sem sinnti sinni vakt með sóma.

Ég fór með systur minni í strætó í gær. Það væri ekki frásögu færandi nema að við vorum áreittar af tveimur karlmönnum á leiðinni. Ég var búin að biðja þá um að hætta að snerta okkur systur mína oft og í raun hótaði ég þeim að þeir vildu nú ekki vera að gera þetta. Það var eins og þeim fannst þetta bara sniðugt og hlógu hæðnislega af okkar ábendingum sem voru orðnar mjög beinskeyttar.

Þetta var það áberandi að strætóbílstjórinn stöðvaði vagninn á miðri leið og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Nei sögðum við og stóðum upp til að færa okkur framar í vagninum. Bílstjórinn benti okkur á að vera alveg fremst hjá honum og sagði við mennina að þeir ættu að halda sig aftast ef þeir vildu fá far með vagninum. Það gerðum við og fórum út á fjölförnum stað þar sem við vorum hræddar um að þeir myndu elta okkur… 

í fyrsta lagi: Er þetta bara raunveruleikinn í dag. Í öðru lagi vil ég þakka strætóbílstjóranum fyrir að líta ekki undan heldur bregðast við þegar hann tók eftir því að ekki var allt með felldu.