Forsíða Hugur og Heilsa Stór rannsókn sýnir að OSTUR gæti verið lykillinn að langlífi!

Stór rannsókn sýnir að OSTUR gæti verið lykillinn að langlífi!

Elskar þú ost? Ef svo er þá hefur þú örugglega einhvern tímann í gegnum árin fengið samviskubit fyrir að borða svona „fitandi“ og „óhollan“ mat – en þú getur hent þeim áhyggjum í burtu og híað á þau sem sögðu þér að forðast feitar mjólkurvörur.

cheese

Stór rannsókn sem var birt í læknatímaritinu The Lancet sýnir nefnilega að ostur gæti verið lykillinn að langlífi.

Vísindamenn við McMaster háskólann í Kanada rannsökuðu 130.000 manns frá 21 mismunandi löndum, sem voru öll á aldursbilinu 35-70 ára gömul. Þau skoðuðu mataræðið hjá þessu fólki og skiptu þeim svo í tvo hópa – fólk sem borðaði fituskertar mjólkurvörur og svo fólk sem borðaði mjólkurvörur með mikilli fitu.

cheese

Niðurstöðurnar komu rannsakendum vægast sagt á óvart, því að hún sýnir að með því að borða tvo skammta af háfitu mjólkurvörum á dag þá dregur þú úr líkunum á bæði heilablóðföllum og hjarta- og æðasjúkdómum.

Dánartíðnin hjá fólki sem borðaði minna en hálfan skammt á dag hækkaði um 44.4% að meðaltali, þar af voru 5% bara út af hjarta- og æðasjúkdómum.

Prófessorinn Ian Givens hafði þetta um málið að segja: „Þessi rannsókn er enn eitt sönnunargagnið sem sýnir að mettuð fita í mjólkurvörum er ekki tengd hjarta- og æðasjúkdómum.“

Massive study reveals that eating cheese might be the key to helping you live longer

Að sjálfsögðu þarf að rannsaka þetta frekar og komast að því nákvæmlega af hverju feitar mjólkurvörur eru svona góðar fyrir okkur – en fram að því þá getum við allavegana notið þess að fá okkur ost og vel af honum.