Forsíða Lífið Stoltur rasisti hrellir ÍSLENSKT par á Laugaveginum – ,,Stick with your own...

Stoltur rasisti hrellir ÍSLENSKT par á Laugaveginum – ,,Stick with your own race!“ – MYNDIR

Íris Kristjana og kærasti hennar urðu fyrir því að stoltur rasisti hrellti þau þegar þau voru út að skemmta sér á laugardaginn.

Rasistinn sá þau labba saman á Laugarveginum og hrópaði til þeirra að þau væru ljótt par.

Þau spurðu hvað væri eiginlega í gangi og hann svaraði: ,,Ertu ekki taí­lensk?“ Íris svaraði: „Nei, ég er ís­lensk“. Rasistinn svaraði: „Nei, þú ert asísk.“ Svo benti hann á kærastann hennar Írisar og sagði: „Ert þú ekki Íslend­ing­ur? Stick with your own race.“

Eftir þetta labbaði hann í burtu og kvaddi þau með því að segjast vera stoltur rasisti.

„Ég tók þessu virki­lega nærri mér og get ekki hætt að hugsa um þetta. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem að mér líður eins og að ég sé ekki vel­kom­in hér á landi þótt að ég eigi íslensk­an pabba og sé fædd og upp­al­in á Íslandi.“ segir Íris.

Pabbi hennar Írisar er Íslendingur og mamma hennar er frá Filippseyjum. „Ég er mjög stolt af því að vera Íslend­ing­ur og ánægð að hafa fæðst hér. Þetta er mjög leiðin­legt, bara því ég lít út fyr­ir að vera asísk þá er komið svona fram við mig.“ segir Íris.

Íris hefur ítrekað orðið fyrir kynþáttarfordómum hér á Íslandi og því spyr hún: „Á mér virki­lega að finn­ast óþægi­legt að labba úti á göt­un­um hér á Íslandi því ég er hrædd við að fólk dæmi mig því það sést á út­liti mínu að ég er ekki al­veg ís­lensk?“

Hræðilegt að heyra að þetta Íris og við hjá Menn.is vonum svo sannarlega að þetta sé í síðasta sinn sem eitthvað svona gerist!

Miðja