Forsíða Umfjallanir Stefán Karl mun hreyfa við mörgum með einlægri frásögn um krabbameinsbaráttuna.

Stefán Karl mun hreyfa við mörgum með einlægri frásögn um krabbameinsbaráttuna.

Stefán Karl sem sumir þekkja kannski betur sem Glanna glæp í Latabæ greindist með krabbamein í vetur og mun fjalla um baráttuna og breytt lífsviðhorf í nýjasta þætti Nýrrar Sýnar.

„Ég lít allt öðruvísi á lífið. Það hefur hægst á mér. Mér liggur ekki eins mikið á að lifa lífinu“ segir Stefán Karl í nýjasta þætti Nýrrar sýnar sem er kominn inn í Sjónvarp Símans Premium en verður sýndur í opinni dagskrá á fimmtudaginn kl 20.

Stefán mun hreyfa við mörgum með einlægri frásögn um baráttuna við krabbamein sem hann greindist með í vetur.

Sjónvarp Símans Premium inniheldur gífurlegt magn sjónvarpsefnis með íslenskum texta og er stöðugt bætt við úrvalið.