Forsíða Lífið Starfsmenn Suzuki fundu laskaða gæs úti á götu – Bílaumboð sem breyttist...

Starfsmenn Suzuki fundu laskaða gæs úti á götu – Bílaumboð sem breyttist í dýraathvarf (allavega tímabundið)

Starfsmenn Suzuki eru ekki aðeins að fást við að selja landanum dugmikla bíla þessa dagana- heldur breyttist umboðið í dýraathvarf, að minnsta kosti um stundarsakir. Gæs sem hafði laskast á fæti, dvelur nú undir verndarvæng starfsmanna Suzuki.

„Við fundum þessa gæs á bílaplani í Skeifunni, sáum strax að hún væri löskuð á fæti þannig að við tókum hana undir okkar verndarvæng.“ sagði Sonja G. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Suzuki.

„Henni líður mjög vel hjá okkur, búin að fá brauð, snjó, ást og alúð. Gæsin fær að sjálfsögðu líka smá rúnt í Suzuki.“

Er planið að hjúkra henni til heilsu?
Þótt að við getum nánast allt, þá ætlum við að fara með hana á dýraspítalann þar sem hún fær frekar umönnun.

 Alltaf skemmtileg þessi óvæntu gæsapartý!