Forsíða Lífið Stal fatlaða stæðinu af Jóhönnu út af „Leggja appinu“ – Miður skemmtileg...

Stal fatlaða stæðinu af Jóhönnu út af „Leggja appinu“ – Miður skemmtileg ferð í Costco! – MYNDIR

 

Hún Jóhanna Októvía Arnarsdóttir deildi þessari færslu í Facebook hópnum ‘COSCTO – Gleði’ þar sem að hún segir frá miður skemmtilegri Costco ferð hennar og móður hennar.

Þær mæðgur lentu í frekum manni sem stal af þeim fötluðu stæði án þess að vera með P merkið og réttlætti það með því að segjast vera með „Leggja appið“.


Fór með mömmu minni í Costco i hádeginu 3 Júlí, hún er með P merkið (merki fyrir hreyfihamlaða) það eru hjón að setja vörur í bílinn sinn í P stæði, ég set stefnuljós og bíð róleg eftir að stæðið losnar, þau bakka út úr stæðinu og ég tek af stað ! Kemur einhver algjör Palli einn í heiminum og fer upp á gangstéttina og keyrir inní stæðið sem sagt ef ég hefði lagt þá hefði ég verið fyrir framan næsta bíl enn hann er með bakhluta bílsins að hinum bílnum.
Ekki nóg með að vera hræðileg frekja og bera enga virðingu fyrir öðrum þá var hann ekki með P merkið heldur „Leggja appið“. Þegar við erum á leið út í bíl aftur þá er þessi maður að fara inn í bílinn sinn og mamma benti honum á að hann væri í merktu stæði, þá benti hann á þetta leggja app á rúðunni, ég sé ekki að þó þú sért með þetta app að þú megir leggja í þessi sérmerktu stæði fyrir fólk sem þarf á þessu að halda enda ekki auðvelt að fá svona merki svo sá sem hefur fengið það þarf nauðsynlega á því að halda !
Ég tók mynd af þessum bíl enn tek númerið út enn þú sem átt þennan bíl ættir aðeins að leita þér upplýsinga og sýna fólki virðingu að taka ekki stæði sem ekki eru ætluð þér!
Þykir bara svo sárt þegar fólk kemur illa fram eða sýnir svona óþarfa dónaskap !
Berum virðingu fyrir fólkinu í kringum okkur ❤