Forsíða Hugur og Heilsa Stærsta ofurfyrirsæta heims hvetur konur til þess að elska líkama sinn

Stærsta ofurfyrirsæta heims hvetur konur til þess að elska líkama sinn

Þetta er Tess Holliday. Hún er fyrirsæta í stærð 22 og fyrsta fyrirsæta heims af sinni stærð til þess að fá svokallaðan ‘ofursamning’.

Hún er 165 sentímetrar á hæð og heitir í raun og veru Tess Munster. Tess er ekki eins og þú ímyndar þér fyrirsætur og hún passar ekki einu sinni í hóp þeirra sem við köllum fyrirsætur í stærri stærðum.
„Ég er nokkuð viss um að við séum eina módelskrifstofan í heiminum með fyrirsætu af hennar stærð. Hún er stærsta fyrirsæta sem ég hef séð en hún er líka gullfalleg,“ sagði Anna Shillinglaw, eigandi Milk Model skrifstofunnar sem samdi við Holliday eftir að hafa séð hana á Instagram.
Heimild: Daily News.

Þegar Holliday ferðaðist til Atlanta sem unglingur og langaði að vera fyrirsæta var henni sagt að hún væri bæði of lágvaxin og of þung til þess að ná nokkurntíman árangri sem fyrirsæta.

Holliday æfir með þjálfara fjórum sinnum í viku en segir að fólk reyni alltaf að brjóta hana niður vegna þess hvernig hún er vaxin.
 –
„Allir eiga skilið að vera hamingjusamir, en einhverra hluta vegna virðist það pirra fólk að ég sé ‘stór’ og ánægð með það,“ sagði Tess Munster í viðtali.
Endalaus stríðni og áreiti vegna þyngdar hennar neyddi Holliday til þess að hætta í skóla þegar hún var 17 ára gömul. Hún segir að enn þann dag í dag fái hún hundruð neikvæðar athugasemdir á dag.
„Ég geri mér grein fyrir því að það skilja kannski ekki allir hvað ég er og hvað ég er að gera. En fyrir mér er þetta mjög einfalt. Þetta snýst um að elska líkama þinn óháð því hvernig hann er og að elta draumana þína“.

“Spending my entire vacation in a bikiniNot giving a fuck#effyourbeautystandards”

Screenshot 2015-01-27 09.58.49

Screenshot 2015-01-27 09.58.42

Screenshot 2015-01-27 09.58.37

Og Holliday bjó til kassamerkið #EffYourBeautyStandards til þetta að hvetja aðrar konur til þess að elska líkama sinn.

“Pretty for a big girl… Nah, I’m just pretty. #effyourbeautystandards”

Screenshot 2015-01-27 09.57.53

“So thick that everyone else in the room is so uncomfortable. #me #plussize #effyourbeautystandards”

Screenshot 2015-01-27 09.56.03Screenshot 2015-01-27 09.56.28 Screenshot 2015-01-27 09.56.19

„Í hvert skipti sem ég næ árangri eins og þessum ótrúlega samningi þá hugsa ég með mér: Þetta er ekki ég.

Ég er alltaf þessi 13 ára stelpa frá Missisippi sem fólki fannst aldrei vera nægilega góð. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég myndi vera gera þetta“.

En bloggarinn, fyrirsætan og baráttukonan vill að allar konur læri að elska líkama sinn:
„Umkringdu þig með jákvæðu fólki sem hugsar eins og þú – Það fólk mun standa með þér í blíðu og stríðu. Það er lykillinn að þinni hamingju. Þú ættir aldrei að bera þig saman við aðra og fagnaðu því hvernig þú ert!“

#EffYourBeautyStandards !
Miðja