Forsíða Hugur og Heilsa Staðreynd: Facebook veit MEIRA um persónuleika þinn en þau sem standa þér...

Staðreynd: Facebook veit MEIRA um persónuleika þinn en þau sem standa þér næst!

Þeir sem elska þig telja sig þekkja þig betur en nokkur annar, en þeir vita samt ekki neitt miðað við besta vin okkar allra – Facebook!

Rannsókn á vegum Cambridge háskólans leiddi í ljós að samskiptamiðlar eru betri í að þekkja persónuleika fólks en vinir, samstarfsmenn, fjölskylda eða jafnvel makar!

Vísindamennirnir fengu vini og skyldmenni yfir 17.000 fésbókarnotenda til þess að að fylla út persónuleikapróf um viðkomandi einstaklinga.

Niðurstöðurnar voru síðan bornar saman við niðurstöður tölvu sem hafði einungis aðgang að lækum viðkomandi á Facebook – og þá er komið að ótrúlega hlutanum:

Aðeins 10 læk voru nauðsynleg til þess að tölvan þekkti viðkomandi betur en samstarfsmaður.

Þegar fjöldi læka var aukinn vissi tölvan meira um viðkomandi. Ef notuð voru 70 nýjustu lækin gat tölvan vitað meira um viðkomandi en vinur eða herbergisfélagi gerði.

Með 150 læk gat tölvan vitað meira en fjölskyldumeðlimur og með aðgang að 300 lækum skoraði tölva hærra en maki á persónuleikaprófinu.

Facebook skiptir ‘lækunum’ niður í 5 persónueiginleika: Samviskusemi, félagsleg vellíðan, jákvæðni, næmni og félagslegt aðgangi.

Svo ef viðkomandi hefur t.d. líkað við ákveðna hljómsveit þá gefur Facebook því læki hátt eða lágt skor í einum af þessum persónueiginleikum.

Einn af stjórnendum rannsóknarinnar, Michael Kosinski, sagði í viðtali að það hefði komið honum í opna skjöldu hve vel tölvan gat staðið sig vel í hlutverki sálfræðings.

Hann sagði: „Við hugsðum með okkur að kannski gætu tölvur einn daginn hugsað líkt og mannfólk. Það kom okkur hins vegar algjörlega í opna skjöldu að tölvurnar væru nú þegar að gera betur en við! Þær eru að gera betur en við í okkar eigin leik og það með miklum mun.“

Áður hefur verið sannað að Facebook geti spáð fyrir um framtíð – eða öllu heldur framtíðarhegðun viðkomandi.

Hversu krípí er þetta?