Forsíða Lífið Sprengjusérfræðingar kallaðir út á Suðurnesjum – eftir að Birgir fór í fjöruferð...

Sprengjusérfræðingar kallaðir út á Suðurnesjum – eftir að Birgir fór í fjöruferð með mömmu sinni!

Lögreglan á Suðurnesjum sagði frá því á Facebook síðu sinni að það þurfti að kalla út sprengjusérfræðinga eftir að Birgir og mamma hans fóru í fjöruferð.

Birgir byrjaði kannski daginn í fjöruferð, en hann endaði hann á bakinu á lögreglumótorhjóli:


Þessi ungi maður, Birgir, skellti sér í fjöruferð með mömmu sinni fyrr í dag og rákust þau á torkennilega hlut. Þau smelltu mynd af hlutnum og sendu okkur hér á Facebook og kviknaði grunur um að hugsanlega gæti þetta verið tundurdufl.
Ljósmyndin var áframsend á sprengjusérfræðinga sem héldu af stað á vettvang og tryggðu að allt væri í lagi, fljótlega kom í ljós að ekki var um dufl að ræða. Á meðan beðið var eftir sprengjusérfræðingunum vorum við með gæslu á svæðinu og hitti Birgi á Gumma Sæm sem var þarna á hjólinu. Auðvitað fékk Biggi að prófa hjólið hans Gumma og þarna er hugsanlega kominn önnur kynslóð af Bigga löggu 👮‍♂️
Við vitum um einn gutta sem fer “ýkt sáttur” á koddann í kvöld 🙂