Forsíða Lífið Spæta gefur marketti flugfar – Gjörsamlega mögnuð náttúrumynd!

Spæta gefur marketti flugfar – Gjörsamlega mögnuð náttúrumynd!

Twitter

Þessi ótrúlega ljósmynd sem enskur náttúruunnandi náði virðist sýna spætu sem er að gefa besta vini sínum, markettinum, far með sér.

Eins falleg og þessi lýsing hljómar þá er sannleikurinn örlítið öðruvísi.

Í raunveruleikanum náðist þetta skot á millisekúndu er markötturinn stökk úr næsta tréi, á greyið spætuna sem berst fyrir lífi sínu.

Í frétt frá BBC kemur fram að myndin er tekin af ljósmyndaranum Martin Le-May á mánudaginn síðasta er hann var í göngutúr með konunni sinni.

Martin sagði í samtali við BBC að nærvera hans hafi líklega truflað marköttinn en spætan náði að slíta sig lausa og fljúga upp í næsta tré.

Mögnuð mynd:

Bird

En það má víst fylgja greininni að photoshop meistarar internetsins hafa aldrei of mikið á sinni könnu og hafa splæst strax í nokkrar skopmyndir:

Getur þú fundið tvær villur?