Forsíða Húmor Sonurinn sendi pappamynd af sjálfum sér í raunstærð – en MAMMAN...

Sonurinn sendi pappamynd af sjálfum sér í raunstærð – en MAMMAN sneri rækilega á hann! – MYNDIR

Þegar Dalton Ross flutti af æskuheimilinu til að læra í Belmont University í London, þá vissi hann að fjölskyldan myndi sakna hans.

Hann sendi því móður sinni pappamynd af sjálfum sér í raunstærð.

„Ég hélt að hún myndi hlæja smá og setja svo pappamyndina út í horn í stofunni – en það var ekki það sem gerðist.“

Mamman tók hann með í fjölskylduboð, íþróttaviðburði, út að borða og páskaboð.

Auðvitað tók hún svo alltaf myndir og sendi til baka.

Lexían er einföld -> Aldrei vanmeta móður þína!