Forsíða Lífið Sonur hans fékk krabbamein – Samstarfsfélagar aðstoðuðu á ÓTRÚLEGAN máta!

Sonur hans fékk krabbamein – Samstarfsfélagar aðstoðuðu á ÓTRÚLEGAN máta!

Hér sjást starfsmenn fagna heimsóknar Julius í verksmiðjuna þeirra. Enda eiga þeir allir þátt í bata hans og því að pabbi hans gat verið til staðar fyrir son sinn. En byrjum á byrjuninni.

Julius var greindur með hvítblæði þegar hann var þriggja ára gamall. Hann var rúmfastur á spítala í fyrstu 9 vikurnar eftir að hann var greindur.

Hörmungarnir hættu því miður ekki þar, því að móðir hans lést úr hjartasjúkdómi rétt áður en hann kom aftur heim af spítalanum.

Pabbi hans, hinn 36 ára gamli Andreas Graf, þurfti að taka allt árlega fríið sitt til að geta einn sinnt syni sínum – og brátt fór hann að hafa áhyggjur af því að hann myndi bráðlega missa starfið sitt í samsetningum hjá hönnunarfyrirtæki.

Mannauðsstjóri fyrirtækisins, hún Pia Meier, áttaði sig á stöðu hans og ákvað að hjálpa honum með því að senda skeyti á alla samstarfsfélaga Andreas og spyrja hvort þeir væru tilbúnir að gefa yfirvinnu sína.

HR manager Pia Meier. Credit: CEN
Pia Meier

Ótrúlegt en satt þá voru allir 650 starfsmenn fyrirtækisins strax tilbúnir að gera það – meira að segja starfsmenn sem höfðu aldrei hitt hann – og saman þá söfnuðu þeir meira en 3.264 yfirvinnustundum, sem Andreas fékk að taka sem greitt frí.

 

,,Án þessarar ótrúlegu hjálpar, þá hefði ég verið búinn að missa starfið mitt“ sagði Andreas.

Hún Pia sagðist hafa orðið undrandi á þessari ótrúlegu svörun starfsmanna: ,,Það er ekki stök persóna sem hefur ekki gefið af tíma sínum.“

Þökk sé þessari náðargjöf frá samstarfsfélögum sínum þá náði Andreas að taka meira en ár frá vinnu til að sjá um og eyða tíma með syni sínum. Andreas segir að hann muni vera ævinlega þakklátur bæði samstarfsfélögum sínum og fyrirtækinu.

Credit: CEN
Andreas og Julius í heimsókn í verksmiðjunni

Julius varð 5 ára í lok febrúar og líður nógu vel til að koma heim eftir að hann fer í krabbameinsmeðferðir (e. chemotherapy). Hann vonast líka til þess að komast sem fyrst aftur á leikskóla.

Mörg okkar gera góðverk með því að gefa 1.000 kr hér og þar, eða þegar vinur hleypur maraþon eða lætur vaxa á sér yfirvaraskegg, en þetta er góðverk á einhverju allt öðru plani. Vel gert fallega fólk, vel gert!

Er einhver sem þú myndir gera þetta fyrir? Eða myndir þú kannski gera þetta fyrir hvern sem er í fyrirtækinu þínu?