Forsíða Lífið Söngkonan Pink drakk í sig KJARK og sendi Eminem póst! – Svarið...

Söngkonan Pink drakk í sig KJARK og sendi Eminem póst! – Svarið hans gat ekki verið einfaldara!

Söngkonan Pink er þekkt fyrir að vera rosalegur töffari. En töffarar geta líka verið feimnir þegar kemur að fólki sem þeir líta upp til. Pink segist alltaf hafa verið mikill aðdáandi rapparans Eminem og að hana hafi alltaf langað að vinna með honum. Hún ákvað að senda honum póst þegar hún var á djamminu.

Bildresultat för pink eminem

Ég sendi honum mail. Þetta er það sem kallað er áfengis hugrekki. Ég skrifaði, „Það er flott að þú skulir vinna svona mikið með sama fólkinu og ég virði það, eins og til dæmis Rihanna. Ég veit að hún er heitari en ég, en ég er samt fyndnari. Ég stefni á grammy verðlaun með rapplagi og það væri gaman að taka þig með mér“. Þetta sendi ég honum og hann svaraði nokkrum mínútum seinna og sagði bara „Okei“. Ég var svo glöð að ég sendi til baka „Þetta er það besta sem ég hef heyrt. Mig langar að ráðast á þig og nudda andlitinu þínu í jörðina“. Hann sendi þá strax aftur annað „Okei“.

Eminem virtist ekkert vera mega peppaður en þetta gerist vonandi því þetta eru tveir frábærir tónlistarmenn.