Forsíða Húmor Snjólaug gleymdi brjóstahaldara heima hjá vinkonu sinni – og framhaldið varð ógleymanlegt

Snjólaug gleymdi brjóstahaldara heima hjá vinkonu sinni – og framhaldið varð ógleymanlegt

bylgja forsSnjólaug Lúðvíksdóttir varð fyrir því óláni að gleyma brjóstahaldara sínum heima hjá Bylgju Babýlons eftir að hafa fengið næturgistingu hjá henni.

Bylgja brást við þessari gleymsku Snjólaugar með ótrúlega eðlilegum hætti – en hún ákvað að eyða deginum með brjóstahaldaranum.

Lýsinguna af atburðum var að finna á Facebooksíðu Bylgju.

Dagurinn byrjaði í Bónus þar sem var keypt í matinn. Brjóstahaldarinn fékk að vera með á kerrunni.

bylgja1 Svo fóru þau saman út að labba með köttinn Áskel. Áskel og brjósthaldaranum kom mjög vel saman – til dæmis mun betur en honum og ólinni sem hann var í.

bylgja2

Brjósthaldarinn fékk að fara í róluna – og Bylgja ýtti honum í hæstu hæðir.

bylgja3

Þegar heim var komið var brjóstahaldarinn duglegur að hjálpa til við matargerðina.

bylgja4Svo endaði allt á rómantískum kvöldverði – eftir dag sem enginn mun gleyma.

bylgja5

Og svo er bara spurning hvort brjóstahaldarinn hafi nokkurn áhuga á því að fara aftur heim til Snjólaugar. Það efast flestir um það.