Forsíða Húmor „Skírnartertan er syndsamleg og eyðilagði veisluna “ – Kristin kona í stríð...

„Skírnartertan er syndsamleg og eyðilagði veisluna “ – Kristin kona í stríð við bakara! MYNDIR

Sharon Green var á dögunum að fagna því að 3 ára dóttir hennar hefði veirð skírð inn í kirkjuna sem Sharon velur að fylgja.

Að tilefninu pantaði hún skírnartertu af fyrirtækinu „Occasion Cakes“. Þegar hún fékk kökuna var hún hinsvegar svo gríðarlega hneyksluð að hún fór með málið í blöðin.

Vandamálið, að hennar sögn, er það að búið er að móta kynfæri á bangsana á kökunni.

Hún tók líka nærmynd:

Bakarinn segist aldrei hafa heyrt annað eins. Skoran sem þarna sést á bangsanum eigi svo sanarlega aðeins að tákna sauminn sem venjulega er staðsettur þarna á böngsum. Fyrirtækið segist selja helling af þessum kökum í viku hverri og aldrei hafa lent í öðrum eins kvörtunum.

En Sharon segir að söfnuðurinn allur hafi verið hund hneykslaður og endað var á að hylja skoruna með litlum blómum.

Hér má svo sjá Sharon sjálfa hneykslast á kökunni.

Miðja