Forsíða Íþróttir Skemmdarverk á GERVIGRASVELLI Skarðshlíðarskóla – „Og til ykkar „fullorðna“ fólksins sem er...

Skemmdarverk á GERVIGRASVELLI Skarðshlíðarskóla – „Og til ykkar „fullorðna“ fólksins sem er að þessu…“

Krakkar, unglingar og meira að segja fullorðið fólk virðist vera stunda það að vinna skemmdarverk á gervigrasvelli Skarðshlíðarskóla.

Hún Alma Björk lætur þau heyra það sem eru að þessu í Facebook hópnum ‘Vellirnir mínir – íbúar á Völlum í Hafnarfirði’ og biðlar til foreldra að tala við börnin sín út af þessu.

Hvað er þetta með skemmdarfíkn hjá fólki? Bæði krakkar / unglingar OG töluvert eldri krakkar hafa stundað það að henda sprengjum inná nýjan gervigrasvöll Skarðshlíðarskóla (og þeim hefur tekist að valda skemmdum) ásamt því að henda stóru grjóti til að skemma merkingar á nýjum körfuboltavelli. Vildi vekja athygli á þessu í þeirri von um að foreldrar ræði við börnin sín / unglingana sína / fólkið sitt. Og til ykkar „fullorðna“ fólksins sem er að þessu og lesið þetta þá hef ég bara eitt að segja; þetta er hallærislega barnalegt…..að vera orðinn nánast fullorðinn og haga sér eins og trylltur unglingur gerir ansi lítið úr ykkur…

Miðja