Forsíða Umfjallanir Skeljungur setur upp leik í anda Amazing Race fyrir páskana á Facebook!

Skeljungur setur upp leik í anda Amazing Race fyrir páskana á Facebook!

Skeljungur ætlar að fagna páskunum með skemmtilegum leik á Facebooksíðu sinni – en þar mun reyna á árvekni og gleggni þátttakenda.

Leikurinn hefst á morgun föstudaginn, 7. apríl, kl. 12:30 ætlar Skeljungur að vera með beina útsendingu á Facebook síðunni sinni. Útsendingin verður frá einni vel valinni Skeljungsstöð á höfuðborgarsvæðinu – og mun einn glöggur áhorfandi fá veglegan glaðning fyrir páskana. Því leikurinn er í anda Amazing Race!

Sá sem verður fyrstur til að mæta á staðinn fær fjögur páskaegg nr. 5, Le Creuset eldföst mót til að elda páskasteikina í og 20.000 kr. eldsneytisinneign.

Fylgstu því með á Facebook síðu Skeljungs á morgun og vertu tilbúin(n) að bruna af stað.