Forsíða Lífið Sjokkerandi frétt úr Íslenzku dagblaði frá 1970: Ekki óhugsandi að stelpur spili...

Sjokkerandi frétt úr Íslenzku dagblaði frá 1970: Ekki óhugsandi að stelpur spili fótbolta!

Screenshot 2015-04-28 17.45.12

Finnst þér tíminn fljúga frá þér?

Bíddu bara, tíminn flýgur svo sannarlega og mennirnir breytast með – Hraðar en okkur óraði nokkru sinni fyrir.

Það var blaðamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson á 365 miðlum sem gróf upp þessa grein úr íslensku dagblaði frá árinu 1970. Og 1970 er ekki langt síðan, er það?

Greinin kallast “Íslenzk kvennaknattspyrna?” og titillinn segir allt sem segja þarf. Innihald greinarinnar hljómar svona:


„Forráðamenn KSÍ gátu þess á blaðamannafundinum s.l. þriðjudag, að ekki væri óhugsandi að hér yrði sett á stofn kvennaknattspyrna. Sem kunnugt er, þá er það mjög til siðs víða erlendis að kvenfólk æfi og keppi í knattspyrnu og svo langt er þetta komið sumstaðar, svo sem á Ítalíu, að þar er komin á atvinnumennska í kvennaknattspyrnu.

Augnayndi gæti það nú orðið íslenskum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi.“


Hvað finnst þér um þetta?

Miðja