Forsíða Lífið Sjáðu fyrirsæturnar sem hafa bjargað yfir 700 lífum! – MYNDIR

Sjáðu fyrirsæturnar sem hafa bjargað yfir 700 lífum! – MYNDIR

Hópur fyrrum fyrirsæta starfar nú við að bjarga heimilislausum hundum í Rúmeníu. Hópurinn er þekktur undir nafninu „The K-9 Angels“ og hefur bjargað hátt í 700 hundum frá því að vera grimmilega lógað eftir að ný lög um villihunda tóku gildi í Rúmeníu. Konurnar sem heita Pola Pospieszalska, Anneka Svenska og Victoria Eisermann koma hundunum svo á ný heimili í Bretlandi.

Þessi nýju lög gera það að verkum að fullkomlega löglegt er að lóga hundum með því að berja þá með kylfum. Hundaveiðararnir losa sig svo við hræin með því að brenna þau. Talið er að um 16.000 heimilislausum hundum hafi verið lógað á grimmilegan hátt í fyrra.

The K-9 Angels góðgerðarfélagið er rekið út frá Bretlandi en vonast til að geta stækkað við sig og opnað útibú í fleiri löndum þar sem heimilislausir hundar eru vandamál.

Miðja