Forsíða TREND Sjáðu barinn þar sem strákar eru BANNAÐIR! – Myndir

Sjáðu barinn þar sem strákar eru BANNAÐIR! – Myndir

Barinn sem alla stráka deymir um að komast inn á er bara fyrir konur sem starfa sem módel! Barinn er staðsettur í New York, inngangurinn er vel falinn og þú færð ekki aðgang nema þú sért módel.

Bernard Smith opnaði barinn árið 2009 eftir að hann hafði átt í ástarsambandi við módel og áttaði sig á því að módel vantar oft staði til að kíkja á milli verkefna.

Vegna þess að módel geta auðvitað ekki hangið á sömu stöðum og við hin…

Bernard segir að staðurinn sé huggulegur, þar geti módelin fengið frítt axlarnudd og æft pósur og göngulag og hvað eina sem módel þurfa að æfa.

Það eru yfirleitt 30 – 50 módel inni á staðnum í einu og það gilda strangar reglur. Allir karlar bannaðir og það er líka bannað að koma með vinkonur sínar – sem eru ekki módel.

Bernard segir að þetta sé gert til að módelin fái frið frá óþægilegu glápi almúgans.

Chevrolet hefur nú gengið til liðs við Bernard og sjá þeir módelunum fyrir akstri til og frá verkefnum. Ekki slæmt það.

 

Miðja