Forsíða Afþreying Singapúr segir að „Hatrið Mun Sigra“ – Aðdáandi gerði cover af laginu...

Singapúr segir að „Hatrið Mun Sigra“ – Aðdáandi gerði cover af laginu án þess að kunna staf í íslensku!

Hann Matthew Tan frá Singapúr er vægast sagt sáttur við sigur Hatara í Söngvakeppninni og hvetur alla til að kjósa þá í Eurovision.

Matthew bjó til cover af laginu „Hatrið Mun Sigra“ þrátt fyrir að kunna ekki staf í íslensku, svo það er óhætt að segja að vinsældir Hatara ná langt út fyrir Evrópu.

Íslendingar hafa verið að hrósa Matthew mikið fyrir hversu vel hann nær íslenskunni – hvað finnst ykkur, er þetta ekki vel gert hjá honum?

Miðja