Forsíða Lífið „Síminn“ sendi Sigurði SKRÝTINN póst – „Ætli einhver hafi látið glepjast af...

„Síminn“ sendi Sigurði SKRÝTINN póst – „Ætli einhver hafi látið glepjast af þessu?“

Hann Sigurður Hreiðar sagði frá því í opinni færslu á Facebook að „Síminn“ hefði sent honum skrýtinn póst.

Sigurður veltir fyrir sér hvort einhver hafi látið glepjast af þessu og hvort að Síminn viti um þetta.


Fékk þennan einkennilega tölvupóst fyrst í fyrradag og aftur í gær. Í tilkynningunni sen birtist í dálknum lengst til vinstri kemur fram að þetta sé sent frá http/yousee.dk þó í póstinum sjálfum standi að þetta sé frá [email protected]
Svo stendur þarna Smelltu hér og þar kemur í ljós að maður á, til að fá þessar 4,779 kr sem ég er „það Hæf” til að fá, að gefa upp ítrustu upplýsingar um greiðslukort.
Ætli einhver hafi látið glepjast af þessu?
Ætli Síminn.is viti um þetta?