Forsíða TREND Sigurður hefur vakið athygli fyrir erótískan dans í Svíþjóð – Fór í...

Sigurður hefur vakið athygli fyrir erótískan dans í Svíþjóð – Fór í djarfa myndatöku – MYNDIR

Jafnvel þótt hinn íslenski The Saint Edgar sé óþekkt nafn á Íslandi – er hann frægur á sínu sviði í Svíþjóð – og vilja sumir meina að hann sé sá besti af þeim bestu. Hann var í viðtali við Gay Iceland nú á dögunum.

Sigurður Edgar Andersen er boylesque dansari – en það er það sem nafnið er á karldönsurum buresque senunnar.

„Þetta byrjaði allt þegar ég var að leita að starfi sem þjónn en fékk aldrei nein svör. Svo einn daginn sá ég að Melt Bar væri að leita að þjóni sem gæti dansað. Ég sótti um og fékk svar sama dag. Ég hafði enga hugmynd hvað burlesque er en fyrsta kvöldið sem ég vann þar, þá dansaði ég sóló dans með cha cha, jive, vals og öðru slíku.“ – en Sigurður hafði stundað samkvæmisdansa áður.

The Saint Edgard segir að boylesque hafi kennt honum að elska sig eins og hann hafi aldrei gert áður. Það kennir manni að fagna göllunum sínum, eins og hann segir – og eiga þá. Mynd/Elin Parmhed

„Að fara í dansinn var besta ákvörðun lífs míns. Það kenndi mér að elta mína eigin sannfæringu. Þú lifir aðeins einu sinni og maður verður að hafa þor til að stíga úr þægindarammanum. Ég hef vaxið mikið sem einstaklingur þessi þrjú ár sem ég hef verið í faginu – og fengið að kynnast hvílíku magni af frábæru fólki. Ég er óendanlega þakklátur fyrir tækifærin sem ég hef fengið.“

The Saint Edgard segist varla geta beðið eftir að dansa fyrir Íslendinga. Mynd/Elin Parmhed

The Saint Edgard mun dansa á afmælishátíð Reykjavík Kabarett í desember líkt og má sjá HÉR