Forsíða Hugur og Heilsa Sigraðist á einelti og breytti um lífsstíl – Missti helming af líkamsþyngd...

Sigraðist á einelti og breytti um lífsstíl – Missti helming af líkamsþyngd sinni! – MYNDIR

Það er ekkert leyndarmál að krakkar geta verið beinlínis vondir. Og ekki batnar það með tilkomu internetsins …

Nathan Priestley er einn þeirra sem þekkir hve alvarlegt og grimmt einelti getur verið. Á einum tímapunkti dróst hinn 21. árs gamli Nathan svo lágt niður að hann neitaði að fara út úr húsi í heilt ár.

Hann var kallaður nöfnum eins og ‘Jabba the Hutt’, ‘feiti’ og ‘feitabolla’.

Nathan reyndi að fremja sjálfsmorð þegar hann var 18 ára og tók 30 verkjatöflur – Sem betur fer hafði hann það af vegan þess hve þungur hann var.

Eins alvarlegt og það er varð ‘næstum því dauðinn’ að tímamótum í lífi hans. Hann ákvað eftir krappann dans við djöfulinn að nú skyldi hann snúa blaðinu við og sjá til þess að hann hefði enga ástæðu til þess að skammast sín.

Hans aðferð var að breyta um lífsstíl og segja ‘bless’ við aukakílóin í eitt skipti fyrir öll. Og tveimur árum síðar hafði Nathan misst 88 kíló!

Þetta er Nathan Priestley.

1151


Þegar hann var yngri var honum mikið strítt og þá sérstaklega fyrir þyngd sína.

285


Eineltið varð svo alvarlegt að hann neitaði að fara úr húsi í heilt ár.

360


En eftir að hafa reynt að fyrirfara sér sneri Nathan blaðinu við – Og á næstu tveimur árum missti hann næstum því 90 kíló!

456


Hann var svo ánægður með muninn á sjálfum sér að hann gerðist einkaþjálfari og vonast til þess að hjálpa fleirum sem eru í hans sporum.

653


Og hann segir ekki stopp hér heldur vonast hann til þess að halda áfram og keppa í vaxtarækt einn daginn.

741


„Ég hafði verið of þungur síðan ég man eftir mér og mér var strítt alla tíð. Ég hugsa að ég hafi leitað í mat til þess að finna huggun“.

1152

„Þegar ég var í skóla köstuðu krakkarnir stundum nammi í mig og kölluðu mig feitabollu“.

841


En með því að skipta út beikoni, sælgæti og áfengi yfir í lágkolvetna mataræði og lyftingar …

938


Þá gerðist ÞETTA!

5

Og maður vonar bara að þeir sem lögðu Nathan í einelti sjái hann núna …

1039