Forsíða Húmor SIGMUNDARNÁTTFÖTIN eru komin í Costco! – Er þetta lúkkið fyrir kosningaVÖKUNA?

SIGMUNDARNÁTTFÖTIN eru komin í Costco! – Er þetta lúkkið fyrir kosningaVÖKUNA?

Undanfarið hafa gegnið um facebook myndir sem nokkrir grínistar hafa fótósjoppað í tilefni enn einna kosninga. Fyrrverandi Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð, hefur verið eitt helsta skotmark þeirra, en það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að hann hefur stofna nýjan flokk sem ber nafnið Miðflokkurinn.

Ein vinsælasta myndin af Sigmundi sem hefur verið deild á facebook er senniega þessi, af honum sem „Einhyrnings-Simma“.

Einn viðskiptavinur Costco hafði greinilega séð myndina áður, því þegar hann rakst á þessi náttföt í búðinni var hann ekki lengi að sjá húmorinn í þeim og deila með öðrum, inná facebook grúppunni Costco.

Náttfötin hafa vakið mikla athygli og nú verður hver síðastur að tryggja sér eintak.