Forsíða Hugur og Heilsa Sigga Dögg hittir naglann á höfuð þegar kemur að fullnægingum – Leiðréttir...

Sigga Dögg hittir naglann á höfuð þegar kemur að fullnægingum – Leiðréttir rangfærslur kynsjúkdómalæknis!

 

Hún Sigga Dögg kynfræðingur skrifaði þessa færslu eftir að hún fékk senda sögu sem henni langaði að deila.

Það sem hún skrifar í kjölfarið á sögunni hittir svo sannarlega naglann á höfuðið þegar kemur að fullnægingum og kynlífi yfirhöfuð.


Ég fæ sendar til mín allskyns fyrirspurnir og sögur en þessari langar mig að deila með ykkur.

“Mig langar pínu að segja þér frá því sem ég lenti í eftir samtalið okkar. Ég fór til kvensjúkdómalæknis og sagði honum frá því að ég gæti ekki fengið fullnægingu og hann fór að tala um að fyrst að ég gæti það ekki, þá ætti ég ekki að vera að stunda kynlíf og að yfirhöfuð þá ef ég ætlaði að stunda kynlíf þá þyrfti ég að vera búin að kynnast manneskjunni til að fá eitthvað út úr því, en ég myndi samt ekki fá mikið út úr því. Þyrfti að „láta hann bíða“ í amk mánuð.
Einnig talaði hann um það að til þess að fá fullnægingu þá þyrfti ég að finna réttu manneskjuna. Það væri það eina sem myndi gefa mér fullnægingu. Réttur gaur.
Ég sagði honum samt að ég hefði verið ástfangin og hafi átt gott kynlíf með fyrrverandi en hann tók því ekki…
Ó já (innskot. læknirinn) sagði líka að það myndi búa til stórt gat í sálina mína að stunda kynlíf því ég fengi aldrei það sem ég vildi”

📣Markmiðið með þessari deilingu er ekki að blammera kvensjúkdómalækna eða að gera lítið úr einhverju HELDUR að benda á nokkra hluti📢

👇
Þú mátt haga þínu kynlífi alveg eins og það hentar þér
Þú mátt stunda allskonar kynlíf með allskonar fólki
👇
Það eru engin tímatakmörk á því hversu lengi þú þarft að hafa umgengist fólk áður en þú kýst að stunda kynlíf með því
Það er ekki til nein jafna þar sem líkur á fullnægingu aukast því lengur sem þú hefur andað sama andrúmslofti og annað fólk. Bara nei, þetta virkar ekki þannig
👇
Hvað er rétt manneskja? Rétt fyrir hvað? Fyrir hvern? Hvað er rétt?
👇
Fullnæging gerir ekki kröfu um ást
Fullnæging gerir ekki kröfu um karlmann
Fullnæging gerir ekki kröfu á sál þína
Kynlíf gerir ekki gat á sál þína
👇
Enginn ber ábyrgð á þínu kynlífi nema þú
Þú berð líka ábyrgð á þínum eigin unaði
Þinn unaður er ekki undir neinum öðrum kominn
Þinn unaður er ekki háður annarri manneskju
👇
Kynlíf snýst um meira en fullnægingu þó vissulega sé ansi skemmtilegt að fá fullnægingu þá er hægt að þróa kynlífið sitt á ánægjulegan hátt, án fullnægingar, ef þú vilt það.
👇
Það má spyrja sig, hvað er kynlíf fyrir mér?
Af hverju vil ég stunda kynlíf með þér?
Enginn rétt eða röng svör, þú ræður ferðinni.
Þitt svar er rétt svar fyrir þig.
👇
Það má líka sleppa því að stunda kynlíf og það er líka ágætt að minna á að kynlíf er ekki forsenda sambanda eða skylda innan sambands heldur samkomulag sem þarf að útfæra

👉Og að lokum – geðlyf geta haft hamlandi áhrif á fullnæginguna og það er svekkjandi og pirrandi en þannig er staðan. Þess vegna getur verið mikilvægt að endurhugsa kynlífið og svo vera í góðu samtali við geðlækni um hvaða lyf henti þér.

✌️