Forsíða Lífið Segja Gylfa Sig ætla að binda enda á fótboltaferilinn til að einbeita...

Segja Gylfa Sig ætla að binda enda á fótboltaferilinn til að einbeita sér að Bitcoin!

Það er ýmislegt sem maður rekst á, á Facebook. Þar var til dæmis „frétt“ frá síðunni „Catchanddeal.com“ – sem staðhæfir að Gylfi okkar Sigurðsson sé með það í hyggju að binda enda á feril sinn í knattspyrnu svo hann geti einbeitt sér að Bitcoin.

„Bitcoin er spennandi vegna þess að það tekur valdið frá þeim sem misbeita því og færir þeim sem þurfa fjárhagslegt frelsi. Ísland er í góðri stöðu til að notfæra sér hinar ótrúlegu nýjungar sem Bitcoin og rafmyntir almennt bjóða upp á.“

Þetta á Gylfi að hafa sagt í viðtali við BLoomberg.

Eigum við ekki að segja að öll vitleysan sé ekki eins þegar kemur að Bitcoin …

Miðja