Forsíða Hugur og Heilsa Sefur þú illa eða átt erfitt með að sofna? – 5 leiðir...

Sefur þú illa eða átt erfitt með að sofna? – 5 leiðir til að bæta nætursvefn!

Að sofa illa, vakna ítrekað eða þurfa að eyða mörgum klukkustundum í það eitt að sofna eru algeng svefnvandamál. Þegar við fáum ekki nægan svefn verðum við síðan pirruð og stöndum okkur ekki jafn vel og við myndum annars gera í lífinu. Hér að neðan eru nokkrir hlutir sem valda svefnavandamálum.

Hávær gæludýr, erfið börn, óþægileg rúm…rannsóknir benda til þess að svefnvandamál séu bara að verða algengari. 56% kvenna og 49% karla eiga við þau að stríða næstum daglega.

Ef þú vaknar á nóttunni gætu verið nokkrar ástæður fyrir því.
Börnin – Ef barnið þitt er alltaf að koma upp í til þín á nóttunni og þannig valda því að þú nærð ekki góðum svefni skaltu venja það af því með því að fylgja því alltaf til baka í sitt rúm.
Gæludýr – Ef hundurinn þinn eða kötturinn sefur uppí hjá þér og vaknar jafnvel og er með læti á nóttunni eða truflar að öðru leiti svefninn þinn skaltu venja það á að sofa í öðru herbergi.
„Restless leg syndrome“ eða fótapirringur – Talið er að allt að 10% mannkyns þjáist af fótapirringi á einhverjum tímapunkti. Mælt er með fyrirbyggjandi meðferð eins og að stunda jóga stuttu fyrir háttatíma, fara í heitt bað eða nota hitakrem.
Hrotur í maka – Ef maki þinn hrýtur mikið getur það verið merki um undirliggjandi heilsufars vandamál. Ef hroturnar eru ekki miklar gæti verið gott að viðkomandi vendi sigá að sofa á hliðinni, ekki á bakinu.
Kvíði og áhyggjur – Reyndu að sleppa því að vera alltaf að líta á klukkuna og telja niður hvað er langt í að þú þurfir að fara á fætur. Stattu frekar upp og fáðu þér flóaða mjólk eða fylgstu með umferðinni þar til þú verður þreytt/ur.

Stundum vaknar maður um miðja nótt, af engri sérstakri ástæðu og á erfitt með að sofna aftur. Ef þú hefur ekki sofnað aftur eftir 20 mínútur stattu þá upp og gerðu eitthvað slakandi, eins og að hlusta á tónlist. Ekki kveikja öll ljósin og alls ekki fara í tölvuna eða símann, ljósið frá þessum tækjum vekur þig bara meira.