Forsíða Afþreying Secret Solstice er ekki búið að BORGA Reykjavíkurdætrum – og vilja nú...

Secret Solstice er ekki búið að BORGA Reykjavíkurdætrum – og vilja nú að þær spili frítt!

Reykjavíkurdætur sögðu frá því á Twitter að aðstandendur Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar eru ekki búnir að greiða þeim fyrir framkomu þeirra á síðasta ári.

Ofan á það þá hafa þær verið beðnar um að spila aftur á Secret Solstice í ár – en í þetta sinn þá eru þær beðnar um að gera það að kostnaðarlausu.

Það virðist vera nóg að gera Reykjavíkurdætrum svo að það er erfitt að skilja hvers vegna þær myndu spila frítt á tónleikum sem eru ekki haldnir í góðgerðarskyni.

Vonandi verður þetta mál leyst farsællega og það sem fyrst.