Forsíða Afþreying Sannleikurinn um stóra helvítis kjólamálið – MYNDBAND

Sannleikurinn um stóra helvítis kjólamálið – MYNDBAND

dressDagurinn minn byrjaði eins og hver annar föstudagur, en það leið ekki á löngu áður en hann breyttist í lifandi martröð.

Úr frumskógi Beauty- og Sjomlatips kemur þessi ögrandi og ógeðslega yfirþyrmandi spurning: Er þessi kjóll svartur og blár eða gulllitaður og hvítur?

dress

Í fyrstu hristi ég nú bara hausinn og hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitt stórt troll – „Það fer ekkert á milli mála að kjóllinn er hvítur og gylltur!“.

En bíddu nú við, áður en líður á löngu poppar þessi sama mynd upp á vegginn hjá mér á Facebook – Nema hvað að kjóllinn er skyndilega orðinn blár og svartur!

Hef ég lifað í lygi allan þennan tíma? Er þetta eitt stórt troll? Er þetta hreyfimynd sem skiptir um lit?

Eins og annað fólk hef ég leyft þessari mynd að yfirtaka daginn minn, en til þess að bjarga föstudeginum hjá fleirum en sjálfum mér, þá ætti þetta myndband að hjálpa …