Forsíða Lífið Samantekt hans á BRAGGAÆVINTÝRINU sýnir að málið er glæpsamlegt – Á ekki...

Samantekt hans á BRAGGAÆVINTÝRINU sýnir að málið er glæpsamlegt – Á ekki til orð yfir skort á fréttamennsku á Íslandi!

Símon Gísli Ólafsson er með Braggaævintýri borgarinnar á heilanum – svo hann gerði samantekt á málinu, sem sýnir að þetta er eiginlega bara glæpsamlegt.

Hann á ekki til orð yfir skort á fréttamennsku um þetta mál hér á Íslandi.

Ég er eiginlega með þetta Braggaævintýri borgarinnar á heilanum.

Ég held ég hafi ekki orðið jafn hneykslaður í nokkuð mörg ár eins og á þessu ævintýralega bulli sem er í gangi þarna hjá fólki sem á að vera að vinna að hag okkar Reykvíkinga.
Á hverju er þetta fólk eiginlega?

Það er samt ekki eins og það sé úr háum söðli að detta þegar verk þessara snillinga eru skoðuð aftur í tímann.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er 33 ára arkitekt.
Eiginmaður hennar er sjúkraþjálfi og formaður samtaka um bíllausan lifsstíl ef einhverjum skyldi þykja það áhugavert.
Mér þykir það pínu áhugavert.

Sigurborg Ósk og félagar hennar hjá Yrki arkitektum fengu verðlaun sumarið 2017 frá Reykjavíkurborg í hugmyndasamkeppni um byggð á Heklureit á Laugavegi.
Mér þykir það pínu áhugavert.

Sumarið 2018 er Sigurborg Ósk komin í borgarstjórn í boði kjósenda Pírata og er í dag formaður yfir Skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar.
Mér þykir það pínu áhugavert.

Í þessari sömu nefnd er m.a. bílavinurinn Hjálmar Sveinsson, aka Hjóla-Hjálmar og Eyþór Arnalds.
Mér þykir það pínu áhugavert.

Það þýðir, ef ég skil málið rétt, að Sigurborg Ósk sé yfirmaður Bragga-ævintýrisins í Nauthólsvík, ásamt borgarstjóra sem telst vera framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar.

Ég geri mér grein fyrir því að þetta Braggaævintýri var byrjað áður en Sigurborg Ósk tók við formennsku.

En hver skyldi þá hafa verið forveri Sigurborgar Óskar sem formaður Skipulags- og samgönguráðs?
Jú enginn annar en Hjálmar Sveinsson einn af uppáhalds stjórnmálamönnum mínum fyrr og síðar.
Mér þykir það pínu áhugavert.

Hvað hafa margir fjölmiðlamenn eða konur spurt þau Hjálmar Sveinsson og Sigurborgu Ósk eitthvað út í þessi Braggamál? Hvar get ég lesið eða heyrt þau viðtöl?
Mér þætti það pínu áhugavert.

Annar arkitekt, Margrét Leifsdóttir hjá Arkibúllan ehf hefur ráðið iðnaðarmenn í verkið fyrir hönd borgarinnar, ásamt því að Arkibúllan hennar hefur rukkað borgina um rúmar 28 milljónir fyrir verk sem ekki er lokið.
Það virðist sem hún hafi fengið frjálsar hendur til að gera hvað sem henni hefur dottið í hug.
Þeir greinilega treysta vinkonu sinni vel þeir sem eiga að stjórna.
Það nýjasta eru innflutt melgresi upp á 700.000 kr. utan við braggann.

Réð hún alla iðnarmenn í verkið? Er það eðlilegt?
Vakna engar spurningar?

Þykir engum fjölmiðlamönnum þetta vera áhugavert?
Jafnvel þess virði að eyða nokkrum mínútum í að grafa upp sannleikann?

Margrét var merkilegt nokk í 11 ár arkitekt á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar fram til 2014 er hún tók að sér að huga að heilsueflingu starfsmanna borgarinnar ásamt því að starfa sem sjálfstætt starfandi heilsumarkþjálfi.
Mér þykir það pínu áhugavert.

Er virkilega ekkert fréttnæmt á seyði hérna?

Er eðlilegt að borgarfulltrúar og vinkona þeirra arkitekt á þeirra vegum séu að sólunda hálfum milljarði af skattfé Reykvíkinga í niðurgreidda félagsaðstöðu fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík og aðstöðu fyrir hamborgarasala?

Eru útboðsreglur Reykjavíkurborgar ekki þverbrotnar í þessu braggamáli?

Kannski er öllum bara sama. Þetta er bara pólitík?
Ber virkilega enginn ábyrgð á þessu ótrúlega heimskulega verkefni?

Gæti einhver maður með fullum sönsum skirfað handrit að svona skrípaleik?

Ég á ekki orð yfir fréttamennskunni á Íslandi. Eða á ég kannski frekar að segja skort á henni?

Miðja