Sally Holmes vinnur fyrir vefsíðuna elle.com og gerði ansi áhugaverða tilraun um daginn. Hún ákvað að reyna að lifa nákvæmlega eins lífi og Kim Kardashian í heila viku. Hún klæddist hönnunarfatnaði á hverjum degi sem hún segir ekki vera mjög þægilegan.
Hun segir að fyrsta niðurstaðn sem hún hafi komist að hafi verið að Kim er með gríðarlegt sjálfstraust.
Sally segir að það hafi verið erfitt að klæðast fatnaði eins og þessum á myndinni þar sem hún er óörugg með magann á sér.
Hún tók sér verkefnið á hendur til að fagna nýútkominni bók Kim „Selfie“
Kim heyrði af tilrauninni og gaf Sally stutta kennslu í „selfie“ myndatöku.
Það virðist ekki fara alveg jafn vel um Sally í þessum fötum og Kim.
Kim er nátturlega drottningin. Það er bara þannig!