Forsíða Afþreying Sagan af Nölu, frægasta ketti í heimi – Með yfir 3 milljónir...

Sagan af Nölu, frægasta ketti í heimi – Með yfir 3 milljónir aðdáenda á Instagram!

Það er ekki alls ekki ólíklegt að þú hafir áður heyrt talað um Nölu. Hún er líklega frægasti köttur í heimi með rúmlega 3,2 milljónir aðdáenda á Instagram!

Nala var tekin í fóstur af Varisiri Mathachittiphan eftir að hafa verið skilað í dýraathvarf þegar hún var aðeins nokkurra daga gamall kettlingur.

„Ég ætlaði mér aldrei að „ættleiða“ kettling þennan dag, en þegar ég sá hana vissi ég að mér var ætlað að taka hana. Ég opnaði síðan Instagram aðganginn til þess að geta sýnt fjölskyldu og vinum myndir af henni,“ sagði Mathachittiphan.

„Ég hefði auðvitað aldrei getað ímyndað mér viðbrögðin, en nú fyrst við höfum fengið alla þessa athygli þá finnst mér mikilvægt að koma til skila hvernig málunum er háttað í dýraathvörfum.

Sannleikurinn er sá að ótal hundar og kettir eru heimilislausir og stóla algjörlega á okkur til þess að komast af. Í dýraathvörfum eru um það bil 75% dýranna svæfð þar sem enginn vill taka þau að sér, svo það er ótrúlega mikilvægt að við hjálpum og komum fram við dýrin okkar af ást“.