Forsíða Húmor Sænskur maður var tilkynntur til lögreglunnar fyrir að prumpa á konu sem...

Sænskur maður var tilkynntur til lögreglunnar fyrir að prumpa á konu sem neitaði að sofa hjá honum!

Það geta verið ýmis þrætuefni í samböndum – en þetta gæti verið eitt það furðulegasta.

Samkvæmt frétt Daily Mail þá tilkynnti sænsk kona mann til lögreglunnar fyrir svokallað „hefndarprump“.

Þannig var mál með vexti að fólkið, sem er ekki í föstu sambandi, hafði hist heima hjá konunni og höfðu þau rætt það áður að stunda kynlíf. En þegar á hólminn var komið þá vildi konan það ekki lengur og neitaði honum um kynlíf.

Við þetta varð maðurinn svo reiður að hann ákvað að prumpa og skilja lyktina eftir í íbúðinni hennar. Fnykurinn var svo svakalegur að hún ákvað að hafa samband við lögregluna og tilkynna hefndarprumpið.

Það má með sanni segja að ástin hafi ekki legið í loftinu heldur eitthvað annað og mikið verra lyktandi.