Forsíða Hugur og Heilsa RUGLUÐ árangursmynd – Af því að stundum eru árangursmyndir bara eintómt kjartæði...

RUGLUÐ árangursmynd – Af því að stundum eru árangursmyndir bara eintómt kjartæði …

Instagram

Það er ekkert leyndarmál að það er örlítill munur á því sem er raunverulegt og því sem við sjáum á Instagram.

Það má segja að allt sem við deilum og sjáum á samfélagsmiðlunum sé með ‘filter’ … Myndirnar sýna aðeinst örlítinn hluta af lífi okkar – Þann hluta sem við viljum að aðrir sjái.

Þess vegna getur sjálfstraustið okkar stundum tekið kipp við að skoða þessar síður. Allar þessar utanlandsferðir hjá Jóni, Gunna er alltaf úti að borða og allir virðast vera að komast í ‘draumaformið’.

Það var kona á ‘Imgur’ sem vildi ekki koma fram undir nafni sem ákvað að brjóta þennan raunveruleikamúr.

Hún sagði:

„Í heimi þar sem við erum umkringd ‘öllu því frábæra sem vinir okkar eru að gera’ þá er gott að sjá smá raunveruleika inn á milli – Bara svo við getum haldið væntingunum okkar í eðlilegu hófi. Það skiptir engu hvernig líkaminn þinn lítur út, svo lengi sem þú sért stolt/ur og elskir sjálfan/n þig“.

Fyrir ofan myndina skrifaði hún svo: „Smá raunveruleika tékk“.

eXLuwHZ

Í kjölfarið hefur þessi mynd sprungið út á internetinu og fjöldi fólks hefur þakkað fyrir þessi skilaboð.

Mundu þess vegna að ekki er allt sem sýnist – Og við ættum að reyna einbeita okkur frekar að því sem gerir okkur hamingjusöm – Frekar en að fá 100 læk á Facebook.